Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 455  —  363. mál.
Stjórnartillaga.



Tillaga til þingsályktunar


um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021.


Frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2021, sem gengið var frá með bréfaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 9. og 23. nóvember 2020.

Greinargerð.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021 sem gengið var frá með bréfaskiptum í Reykjavík og Þórshöfn 9. og 23. nóvember 2020. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Samningur þessi kveður á um heimildir aðila til veiða á uppsjávarfiski í lögsögu hvor annars á árinu 2021.
    Samningurinn gerir ráð fyrir gagnkvæmri heimild skipa hvor aðila til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan lögsögu hins á árinu 2021.
    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á allt að 1.300 lestum af makríl innan færeyskrar lögsögu á árinu 2021.
    Samningurinn tók gildi til bráðabirgða 23. nóvember 2020 og mun öðlast endanlegt gildi þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið fullnægt.
    Áður en samningur þessi var gerður var á grundvelli eldri samnings landanna frá 1976 um heimildir Færeyinga til veiða í lögsögu Íslands ákveðið að færeyskum skipum væri heimilt að veiða 5.600 lestir af botnfiski við Ísland á árinu 2021. Heildarafli þorsks verður þó ekki meiri en 2.400 lestir, heildarafli keilu ekki meiri en 400 lestir og engar veiðar eru heimilar á lúðu og grálúðu. Er það óbreytt magn frá fyrri samningi að undanskildu því að magn keilu minnkar úr 650 lestum vegna bágs ástands stofnsins.
    Á árlegum fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands og sjávarútvegsráðherra Færeyja, sem haldinn var á netinu 3. nóvember 2020, náðist samkomulag milli aðila um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2021. Efni samningsins er samhljóða þeim samningi sem gilti fyrir árin 2019 og 2020. Einnig samþykktu þjóðirnar að halda áfram vinnu við að breyta fyrirkomulagi þessara samningaviðræðna með það að markmiði að gerður yrði rammasamningur til lengri tíma, en hægt yrði að breyta ýmsum atriðum, svo sem kvótum og aðgangi, miðað við aðstæður á hverjum tíma. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið fyrir árslok 2020 en ekki náðist að klára þá samninga á árinu 2019 eins og stefnt hafði verið að.


Fylgiskjal.


SAMNINGUR

milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021.


a. Bréf utanríkisráðherra Færeyja til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands.

Guðlaug Þór Þórðarson, uttanríkisráðharri

T-postur: utn@utn.is
Dagfesting: 9. nóvember 2020
Tygara ref.:
Máltal.: 20/00717-2


    Harra Uttanríkisráðharri,

    Eg loyvi mær at vísa til samráðingar millum føroyska og íslendska fiskimálaráðharrarnar um fiskiveiðu í føroyskum og íslendskum sjógvi í 2021.

    Eg havi skilt, at semja er um niðanfyri standandi:


„Semja
millum Ísland og Føroyar
um fiskiveiði í íslendskum og føroyskum sjógvi í 2021


1. gr.

    Veiðiheimildirnar hjá føroyskum nótaskipum í lodnuvertíðirnar 2020/2021 verða 30 túsund tons, um heildarlodnukvotan er meir enn 500 túsund tons. Er heildarkvotan 500 túsund tons ella minni, verður parturin hjá føroyskum skipum 5% av heildarkvotuni.

    Loyvt er føroyskum skipum at landa veiðina til framleiðslu í Íslandi. Verður heildarlodnukvotan minni enn 500 túsund tons, er loyvt at landa til matna uttan fyri Ísland ella at virka til matna um borð á føroyskum verksmiðjuskipum nøgd, sum svarar til 3/ 4 av kvotuni hjá føroyskum skipum, sbr. 1. Grein. Verður heildarkvotan har aftur ímóti størri enn 500 túsund tons, er ikki loyvt at landa til matna uttan fyri Ísland ella at virka til matna umborð á føroyskum skipum meira enn 2/ 3 av av føroysku kvotuni, sbr. 1. grein. Eftir 17. februar skal ikki meira enn 1/ 3 av samlaðu føroysku kvotuni fara til matna uttan fyri Ísland ella verða virkaður til matna umborð. Eftir 17. februar fer nøgdin, ið loyvt er at landa til matna uttan fyri Ísland og verða virkað til matna umborð, ikki undir 4.000 tons, hóast henda nøgd er størri lutfall enn 1/ 3 av tí føroysku lodnukvotuni.

    Føroyskum skipum er í lodnuvertíðini 2020/2021 loyvt at veiða upp til 10.000 tons av lodnu í íslendskum búskaparøki við veiðiheimildum, sum eru fingnar við samráðingum millum Føroyar og Grønland.

2. gr.

    Føroyskum skipum er loyvt at veiða svartkjaft og várgýtandi norðhavssild í íslendskum búskaparøki í 2021. Eftir samráðingar við landsstýrið í Føroyum kunnu íslendskir myndugleikar áseta mest loyvda tal av skipum, sum kunnu veiða samstundis á leiðini.

3. gr.

    Íslendskum skipum er loyvt at veiða svartkjaft og várgýtandi norðhavssild í føroyskum sjógvi í 2021. Tó kunnu ikki fleiri enn 15 skip verða á svartkjaftaveiðu samstundis í føroyskum sjógvi. Føroyar skila sær rætt til at avmarka talið av íslendskum svartkjaftaskipum, um tað gerst ov trongt á fiskileiðunum. Eftir samráðingar við íslendskar myndugleikar kann Føroya landsstýri áseta mest loyvda tal av skipum, sum kunnu veiða samstundis eftir norðhavssild.

4. gr.

    Íslendskum skipum er loyvt at veiða upp til 1.300 tons av makreli í føroyskum sjógvi í 2021.

5. gr.

    Føroysk skip, sum veiða sambært hesi avtalu í íslendskum búskaparøki, skulu fylgja somu veiðireglum, sum galda fyri íslendsk skip um reiðskap og fiskileiðir. Íslendsk skip, sum veiða sambært hesi avtalu í føroyskum sjógvi, skulu fylgja somu veiðireglum, sum galda fyri føroysk skip um reiðskap og fiskileiðir. Skipum, ið veiða eftir svartkjafti, er ikki loyvt at hava reiðskap til botnfiskaveiði um borð. Ísland fer at endurskoða ásetingarnar fyri avmarkingunum fyri føroysk skip at fiska norðhavssild vestan fyri 11°30' vestur og 67° norður. Avgerðin verður tikin við støði í møguligari blanding av summargýtandi sild og norðhavssild í fiskiskapinum.

6. gr.

    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum. Áðrenn fiskiskapurin byrjar, skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týdningi. Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøkið, uppgeva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd, áðrenn komu á økið, og síðani uppgeva knøttstøðu og veiði hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum, skal mett veiða verða givin upp. Nágreiniligari ásetingar um fráboðanir verða ásettar í kunngerð.“

Vinarliga
Uttanríkis- og mentamálaráðið

Jenis av Rana
landsstýrismaður í uttanríkis- og mentamálum



b. Bréf utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands til utanríkisráðherra Færeyja.

Hr. landstjórnarmaður,
Jennis av Rana
Uttanríkis- og menntamálaráðið
Tórshavn
23. nóvember 2020

    Hr. landstjórnarmaður,

    Ég leyfi mér að vísa til bréfs yðar, dags. 9. nóvember sl., sem er svohljóðandi:

    Ég leyfi mér að vísa til samtala milli sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021.

    Mér skilst að samkomulag hafi orðið um eftirfarandi samning:

„Samningur
milli Íslands og Færeyja
um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021.


1. gr.

    Veiðiheimildir færeyskra nótaskipa á loðnuvertíðinni 2020/2021 verða 30 þúsund lestir enda verði leyfilegur heildarafli a.m.k. 500 þúsund lestir. Verði leyfilegur heildarafli minni en 500 þúsund lestir nemur hlutdeild færeyskra skipa 5% af honum.

    Heimilt er færeyskum skipum að landa afla sínum til vinnslu á Íslandi. Verði leyfilegur heildarafli minni en 500 þúsund lestir er heimilt að landa til manneldisvinnslu utan Íslands eða taka til manneldisvinnslu um borð í færeyskum vinnsluskipum magn sem nemur allt að 3/ 4 hlutum af kvóta færeyskra skipa, sbr. 1. mgr. Verði leyfilegur heildarafli aftur á móti meiri en 500 þúsund lestir er eigi heimilt að landa til manneldisvinnslu utan Íslands eða taka til manneldisvinnslu um borð í færeyskum vinnsluskipum meira en sem nemur 2/ 3 hlutum af kvóta færeyskra skipa, sbr. 1. mgr. Eftir 17. febrúar skal eigi meira en 1/ 3 hluti af heildarkvóta færeyskra skipa fara til manneldisvinnslu utan Íslands eða verða tekinn til manneldisvinnslu um borð í færeyskum vinnsluskipum. Heimildin til að landa til manneldisvinnslu eða taka til manneldisvinnslu um borð í færeyskum vinnsluskipum eftir 17. febrúar fer ekki undir 4.000 tonn, þótt það magn nemi hærra hlutfalli en 1/ 3 af loðnukvóta Færeyja.

    Færeyskum skipum er heimilt á loðnuvertíðinni 2020/2021 að veiða allt að 10 þúsund lestir af loðnu innan efnahagslögsögu Íslands úr veiðiheimildum sem fengnar eru með samningum færeyskra og grænlenskra stjórnvalda.

2. gr.

    Færeyskum skipum eru heimilar veiðar á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan fiskveiðilögsögu Íslands árið 2021. Að höfðu samráði við landstjórn Færeyja geta íslensk stjórnvöld ákveðið að veiðarnar stundi aðeins tiltekinn fjöldi skipa samtímis.

3. gr.

    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan fiskveiðilögsögu Færeyja árið 2021. Eigi skulu fleiri en 15 skip stunda veiðar á kolmunna samtímis innan lögsögu Færeyja. Færeyjar áskilja sér rétt til að takmarka fjölda skipanna enn frekar til að forðast öngþveiti á miðunum. Að höfðu samráði við íslensk stjórnvöld getur landstjórn Færeyja ákveðið að veiðar á norsk-íslenskri síld stundi aðeins tiltekinn fjöldi skipa samtímis.

4. gr.

    Íslenskum skipum eru heimilar veiðar á allt að 1.300 tonnum af makríl á ári innan fiskveiðilögsögu Færeyja árið 2021.

5. gr.

    Færeysk skip, sem stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan íslenskrar lögsögu, skulu hlíta sömu reglum og gilda um veiðar íslenskra skipa, þar á meðal reglum um veiðarfæri og veiðisvæði. Íslensk skip, sem stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan færeyskrar lögsögu, skulu hlíta sömu reglum og gilda um veiðar færeyskra skipa, þar á meðal reglum um veiðarfæri og veiðisvæði. Skipum við kolmunnaveiðar er óheimilt að hafa um borð veiðarfæri sem nota má til botnfiskveiða. Ísland mun endurskoða forsendur reglna varðandi takmarkanir færeyskra skipa við síldveiðar vestan 11°30' og sunnan við 67° norður. Við endurskoðunina verður tekið tillit til mögulegrar blöndunar sumargotssíldar og norsk-íslenskrar síldar við veiðarnar.

6. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar samkvæmt samningi þessum innan lögsögu hins aðilans. Skip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila. Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta. Veiðiskip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er út úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn. Nánar er kveðið á um tilkynningar þessar í reglugerð.“

    Ég leyfi mér að staðfesta að ofangreint er skilningur minn og tekur samningurinn gildi til bráðabirgða í dag og endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið endanlega fullnægt.

Virðingarfyllst,

Guðlaugur Þór Þórðarson,
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra